Leikmönnum Newcastle hótað lögsóknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2011 14:15 Alan Pardew er knattspyrnustjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images Alan Pardew, stjóri Newcastle, segir að leikmenn liðsins verði mögulega lögsóttir fyrir samningsbrot ef þeir gagnrýna félagið á opinberum vettvangi, svo sem samskiptasíðunni Twitter. Mikið er fjallað um málið í enskum fjölmiðlum í dag en aðgerðirnar koma í kjölfarið á gagnrýni Joey Barton á forráðamenn Newcastle á Twitter-síðu sinni. Barton var settur á sölulista eftir að hann gagnrýndi helstu ráðamenn félagsins um allt það sem væri að ganga miður hjá félaginu. Vegna þessa var honum gert að æfa einn síns liðs og sektaður þar að auki um tveggja vikna laun. Barton gagnrýndi félagið fyrir þá stefnu sem það hefur tekið í sínum leikmannamálum og þá sérstaklega þegar kemur að sölu leikmanna. Jose Enrique, sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu, tók í svipaðan streng á sinni Twitter-síðu. Síðan þá virðast aðilar hafa náð sáttum en Pardew vill koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur. „Vandamálið er að fólk er að tjá sig á síðum eins og Twitter þegar það er í tilfinningalegu uppnámi,“ sagði Pardew við enska fjölmiðla. „Það getur verið afar skaðlegt að láta eitthvað frá sér sem birtist síðan samstundis. Ekki aðeins þegar kemur að knattspyrnufélaginu heldur hvaða samtökum sem er.“ Pardew hefur ráðfært sig við Alex Ferguson, stjóra Manchester United, um málið. „Stefna United er að leikmenn meigi ekki tjá sig um félagið á Twitter. Við höfum látið okkar leikmenn vita af því að þessi stefna hefur verið tekin upp hjá okkur.“ „Sjálfsagt finnst leikmönnum þetta vera hart og eitthvað sem myndi tíðkast hjá einræðisherrum. En við þurftum að láta þá vita með formlegum hætti að ef þeir verða uppvísir að samningsbroti verða þeir sektaðir og þeim refsað fyrir það. Við getum ekki látið þetta líðast.“ Hafa margir dálkahöfundar í enskum blöðum látið í ljós þá skoðun sína að slíkar aðgerðir gangi ansi nálægt tjáningarfrelsi þeirra einstaklinga sem þarna eiga í hlut. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Alan Pardew, stjóri Newcastle, segir að leikmenn liðsins verði mögulega lögsóttir fyrir samningsbrot ef þeir gagnrýna félagið á opinberum vettvangi, svo sem samskiptasíðunni Twitter. Mikið er fjallað um málið í enskum fjölmiðlum í dag en aðgerðirnar koma í kjölfarið á gagnrýni Joey Barton á forráðamenn Newcastle á Twitter-síðu sinni. Barton var settur á sölulista eftir að hann gagnrýndi helstu ráðamenn félagsins um allt það sem væri að ganga miður hjá félaginu. Vegna þessa var honum gert að æfa einn síns liðs og sektaður þar að auki um tveggja vikna laun. Barton gagnrýndi félagið fyrir þá stefnu sem það hefur tekið í sínum leikmannamálum og þá sérstaklega þegar kemur að sölu leikmanna. Jose Enrique, sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu, tók í svipaðan streng á sinni Twitter-síðu. Síðan þá virðast aðilar hafa náð sáttum en Pardew vill koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur. „Vandamálið er að fólk er að tjá sig á síðum eins og Twitter þegar það er í tilfinningalegu uppnámi,“ sagði Pardew við enska fjölmiðla. „Það getur verið afar skaðlegt að láta eitthvað frá sér sem birtist síðan samstundis. Ekki aðeins þegar kemur að knattspyrnufélaginu heldur hvaða samtökum sem er.“ Pardew hefur ráðfært sig við Alex Ferguson, stjóra Manchester United, um málið. „Stefna United er að leikmenn meigi ekki tjá sig um félagið á Twitter. Við höfum látið okkar leikmenn vita af því að þessi stefna hefur verið tekin upp hjá okkur.“ „Sjálfsagt finnst leikmönnum þetta vera hart og eitthvað sem myndi tíðkast hjá einræðisherrum. En við þurftum að láta þá vita með formlegum hætti að ef þeir verða uppvísir að samningsbroti verða þeir sektaðir og þeim refsað fyrir það. Við getum ekki látið þetta líðast.“ Hafa margir dálkahöfundar í enskum blöðum látið í ljós þá skoðun sína að slíkar aðgerðir gangi ansi nálægt tjáningarfrelsi þeirra einstaklinga sem þarna eiga í hlut.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira