Enski boltinn

Blackpool lagði Hull í fyrsta leiknum í Championship-deildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gary Taylor-Fletcher fagnar marki sínu á Old Trafford í lokaumferðinni í fyrra.
Gary Taylor-Fletcher fagnar marki sínu á Old Trafford í lokaumferðinni í fyrra. Nordic Photos/AFP
Blackpool, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, hóf vertíðina í Championship-deildinni með útisigri á Hull. Gary Taylor-Fletcher skoraði eina markið fyrir lærisveina Ian Holloway þremur mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn fer á fullt um helgina með heilli umferð í Championship-deildinni auk viðureignar Manchester félaganna í City og United í Samfélagsskildinum á sunnudag.

Stærsti leikurinn í Championship-deildinni fer fram á sunnudag. Þá tekur West Ham á móti Cardiff á Boylen Ground í Lundúnum. West Ham féll sem kunnugt er úr úrvalsdeildinni í fyrra og ætlar sér aftur sæti meðal þeirra bestu.

Aron Einar Gunnarsson verður væntanlega í liði Cardiff sem hefur verið nærri því að komast upp um deild undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×