Enski boltinn

Scholes skoraði glæsilegt mark í kveðjuleiknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Paul Scholes skoraði fallegt mark með langskoti þegar Manchester United lagði New York Cosmos í kveðjuleik Scholes. Leiknum lauk með 6-0 sigri United.

Scholes skoraði fyrsta mark leiksins og það var af kunnuglegri gerðinni. Hörkuskot fyrir utan teig efst í markhornið. Skömmu síðar fiskaði Ashley Young víti og reiknuðu flestir með því að Scholes tæki það. Hann þverneitaði því og Wayne Rooney skoraði af miklu öryggi.

Brasilíumaðurinn Anderson og Danny Welbeck bættu við mörkum í síðari hálfleik áður en Mame Biram Diouf skoraði tvö mörk og tryggði 6-0 sigur.

Fjölmargir kunnir knattspyrnukappar voru lánsmenn í liði Cosmos sem hyggur á þátttöku í MLS-deildinni á næsta tímbili. Meðal þeirra sem spiluðu voru Miguel Salgado, Nicky Butt, Robbie Keane og Fabio Cannavaro. Eric Cantona stýrði Cosmos liðinu í leiknum og þá var heiðursforsetinn Pele upp í stúku.

Lið United í leiknum:

De Gea (Lindegaard 45), Rafael (Evans 45. mín), Evra (Fabio 45), Ferdinand (Smalling 45. mín), Vidic (Jones 45. mín); Nani (Cleverley 62. mín), Scholes (Pogba 74. mín), Giggs (Anderson 45. mín), Young (Diouf 62. mín); Berbatov (Welbeck 45. mín), Rooney (Macheda 62. mín).

Öll mörkin úr leiknum má sjá með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×