Enski boltinn

Sunderland hefur áhuga á Bellamy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bellamy var í láni hjá Cardiff City í fyrra.
Bellamy var í láni hjá Cardiff City í fyrra. Nordic Photos / Getty Images
Steve Bruce, stjóri Sunderland, hefur áhuga á að fá Craig Bellamy til liðs við félagið en hann er nú á mála hjá Manchester City, þar sem hann er ekki í náðinni.

Bellamy fær ekki einu sinni að æfa með aðalliði City þar sem að hann er ekki í framtíðaráætlunum Roberto Mancini knattspyrnustjóra.

Bruce hefur fengið níu nýja leikmenn til Sunderland í sumar en vill bæta við fleirum, sérstaklega til að spila á vinstri kantinum.

„Við erum að líta til Manchester City því að þar eru margir góðir leikmenn sem komast ekki einu sinni í leikmannahópinn,“ sagði Bruce við enska fjölmiðla.

„Það myndi gefa okkur gott jafnvægi í liðið að fá leikmann á vinstri kantinn. Craig Bellamy kemur þar til greina - við verðum að sjá til.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×