Enski boltinn

Man. Utd. vann Samfélagsskjöldin eftir magnaðan úrslitaleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nani fagnar marki sínu í dag.
Nani fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United vann stórleikinn gegn Manchester City, 3-2, um Samfélagsskjöldin eftir að hafa lent 2-0 undir. Man. Utd. lék frábærlega í síðari hálfleiknum og sýndi meistaratakta. David De Gea, markvörður Man. Utd, var sennilega manna kátastur eftir leikinn en hann gat gert betur í báðum mörkunum sem United fékk á sig í leiknum. Fylgst var með gangi mála beint á Vísi sem sjá má hér að neðan.

93. mín - Nani er að tryggja Manchester United sigurinn á 93. mínútu leiksins. Nani slapp aleinn í gegnum um vörn Man. City eftir skelfileg mistök hjá Vincent Kompany, varnarmanni Man. City. Nani Lék síðan á Joe Hart, markvörð City, og lagði boltann í autt netið.

58.mín – Nani er að jafna metinn fyrir Man. Utd. eftir frábært mark hjá þeim rauðklæddu. Þeir gjörsamlega tættu í sundur vörn Man. City en þeir Rooney, Tom Cleverley og Nani léku sér að leikmönnum City sem endaði með marki frá Nani. 2-2 og fróðlegur hálftími eftir af leiknum.

51. mín - Chris Smalling er að minnka muninn fyrir Man. Utd. en hann stýrði boltanum í netið eftir fína fyrirgjöf frá Ashley Young beint úr aukaspyrnu. Frábært fyrir leikinn að fá þetta mark.

Jonny Evens, Phil Jones og Tom Cleverley komu allir inná í liðinu Man. Utd. í hálfleik og greinilegt að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins er ekki ánægður með gang mála.

46. mín - Edin Džeko, leikmaður Man. City, fékk boltann fyrir utan teiginn, snéri sér við og þrumaði knettinum í markið. Nokkuð gott skot en David De Gea átti að gera betur í marki Man. Utd. 2-0 fyrir Man. City í hálfleik og þeir bláklæddu í frábærum málum.

37. mín - Joleon Lescott skorar hér einkar glæsilegt mark fyrir Man. City með skalla eftir frábæra sendingu frá David Silva. Man. Utd. hefur verið mun betri aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því í fótbolta. Spurning hvernig Man. Utd. svarar markinu.

Þeir David de Gea og Ashley Young eru báðir í byrjunarliði Manchester United sem mætir Manchester City í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley-leikvanginum í dag.

Danny Welbeck er sömuleiðis í byrjunarliði United og verður við hlið Wayne Rooney í fremstu víglínu. Dimitar Berbatov er á varmannabekknum í dag.

Mario Balotelli og Edin Dzeko spila í sókn City í dag. Sergio Aguero er því á bekknum ásamt þeim Gael Clichy og Stefan Savic en allir þrír komu til City í sumar.

Vísir mun fylgjast með gangi mála í leiknum.

Byrjunarlið United: De Gea, Smalling, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Carrick, Anderson, Young, Rooney, Welbeck.

Byrjunarlið City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Kolarov, De Jong, Silva, Yaya, Milner, Balotelli, Dzeko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×