Enski boltinn

Chelsea og Anderlecht ná samkomulagi um Lukaku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lukaku mun leika í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Lukaku mun leika í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Mynd / Getty Images
Enska knattspyrnufélagið Chelsea er við það að ganga frá kaupum á belgíska undrabarninu Romelu Lukaku frá Anderlecht, en félögin náðu samkomulagi um leikmanninn um helgina.

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, gaf það sterklega til kynna á blaðamannafundi eftir leik liðsins gegn Rangers að hann hafa miklar mætur á Lukaku og stuttu síðar náðu liðin samkonulagi um kaupverð á þessum 18 ára framherja.

Lukaku skoraði 16 mörk í 37 leikjum á síðasta tímabili fyrir Anderlecht og hefur leikið tíu landsleiki fyrir Belga. Talið er að kaupverðið sé um 18 milljónir punda, en leikmaðurinn á aðeins eftir að standast læknisskoðun.

„Það hefur náðst samkomulag við Anderlecht og leikmaðurinn mun ganga til liðs við Chelsea,“ segir í yfirlýsingu sem kemur fram á heimasíðu Chelsea.

„Leikmaðurinn á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun og semja persónulega við félagið“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×