Enski boltinn

Cardiff sigraði West Ham - Aron lék allan leikinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kenny Miller í leik með skoska landsliðinu.
Kenny Miller í leik með skoska landsliðinu. Mynd / Getty Images
West Ham United byrjar ekki vel í ensku Championship deildinni, en félagið tapaði gegn Cardiff, 0-1, á Upton Park í fyrstu umferð deildarkeppninnar.

Íslenski landsliðsmaðurinn, Aron Einar Gunnarsson, lék allan leikinn fyrir Cardiff en hann gekk til liðs við félagið fyrr í sumar frá Coventry.

Eina mark leiksins kom rétt undir lok leiksins þegar Kenny Miller skoraði með fínu skoti rétt fyrir utan teig. Cardiff fór mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar og ætlar sér greinilega að komast upp í úrvalsdeildina.

West Ham féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og félagið ætlar sér einnig aftur upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×