Enski boltinn

Chelsea gefst ekki upp á Modric

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luca Modric
Luca Modric Mynd / Getty Images
Chelsea er greinilega ekki tilbúið að gefast upp á Luca Modric, miðjumanni Tottenham, og hafa lagt fram enn eitt tilboðið í leikmanninn. Fyrr í sumar hafði Tottenham hafnað tilboði upp á 27 milljónum punda, en nú ætlar Roman Abramovich, eigandi Chelsea, að bjóða enn betur.

Sky fréttastofan greinir frá þessu og mun tilboðið koma á næstu dögum. Modric hefur áhuga á því að fara frá félaginu en Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, ætlar að halda í þennan frábæra leikmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×