Erlent

Konungshöllin meðal skotamarka Breiviks

Breivik mun hafa valið höllina vegna táknrænnar merkingar hennar.
Breivik mun hafa valið höllina vegna táknrænnar merkingar hennar. Samsett mynd - vísir
Norska konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins voru á meðal annarra skotmarka hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik, að því er fram kemur í norska dagblaðinu Verdens Gang í dag. Breivik mun hafa valið höllina vegna táknrænnar merkingar hennar en höfuðstöðvar flokksins þar sem hann hafði átt þátt í að búa til umgjörð undir fjölmenningarsamfélagið sem Breivik var svo í nöp við.

Breivik á að gangast undir geðrannsókn en hann hefur ekki áhuga á að ræða við hvern sem er, en fram kemur í norskum fjölmiðlum að hann hafi neitað að ræða við tvo réttarsálfræðinga sem héraðsdómur í Osló hafði tilnefnt að framkvæma geðheilbrigðisrannsókn á honum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×