Erlent

Eyðileggingin mikil í Osló og Útey

Frá miðborg Osló föstudaginn 22. júlí.
Frá miðborg Osló föstudaginn 22. júlí. Mynd/AP
Talið er að um þúsund verslanir og önnur þjónustufyrirtæki hafi skemmst í sprengingunni í Ósló fyrir rúmri viku. Mörg fyrirtækjanna eru á svæði sem lögreglan lokaði af eftir árásirnar og hafa því verið lokuð. Nokkrar verslanir hafa reynt að bregðast við með því að selja skemmdar vörur á lægra verði.

Stjórnarbyggingar eins og skrifstofur forsætisráðherra og olíumálaráðherra eru mikið skemmdar og hefur starfsemin verið færð annað á meðan svæðið er rannsakað og komist að því hvort hægt verður að laga byggingarnar eða hvort þær verða rifnar.

Þá er eyðileggingin í Útey einnig gífurleg. Hús eru mikið skemmd og græða þarf upp landsvæði. Ungliðahreyfing Verkamannaflokksins hefur heitið því að eyjan verði byggð upp á ný og sumarbúðir verði á sínum stað á næsta ári. Uppbyggingin þar er talin munu kosta á bilinu fimmtán til tuttugu milljónir norskra króna, eða um 321 til 429 milljóna íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×