Enski boltinn

Chelsea gæti boðið í Luka Modric í þriðja sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Modric.
Luka Modric. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ron Gourlay, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni taka ákvörðun um það í vikunni hvort að þeir bjóði í þriðja sinn í Luka Modric hjá Tottenham eða gefi það alveg upp á bátinn að reyna að kaupa Króatann frá nágrönnum sínum.

Chelsea hefur þegar boðið 22 milljónir punda og 27 milljónir punda í Modric en Tottenham hafnaði báðum tilboðunum. Tottenham menn hafa síðan ítrekað það að Modric sé ekki til sölu þó að hann vilji sjálfur fara til Chelsea.

Guardian segir frá því að Gourlay ætli að ræða það við knattspyrnustjórann André Villas-Boas um hvort að Chelsea muni halda áfram eltingarleiknum við hinn 25 ára gamla króatíska miðjumann sem þykir einn allra besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×