Fótbolti

Kolbeinn búinn að opna markareikninginn sinn hjá Ajax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson skoraði í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Ajax en hann kom liðinu í 1-0 í 3-0 sigri á Bröndby í æfingaleik í Kaupamannahöfn í kvöld. Það er hægt að sjá markið með því að smella hér fyrir ofan.

Kolbeinn lék sinn fyrsta leik með Ajax þegar hann kom inn á sem varamaður í 0-2 tapleik á móti þýska liðinu 1.FC Nürnberg á dögunum. Að þessu sinni var hann í byrjunarliðinu og nýtti tækifæri sitt vel.

Kolbeinn skoraði markið sitt á 37. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Miralem Sulejmani frá vinstri kanti.

Suður-Afríkumaðurinn Serero skoraði annað markið á 54. mínútu eftir sendingu frá Christian Eriksen og Lorenzo Ebecilio skoraði síðan þriðja markið á 62. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×