Fótbolti

Koeman tekur við Feyenoord

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronald Koeman.
Ronald Koeman.
Hollenska félagið Feyenoord réð í dag Ronald Koeman sem þjálfara félagsins. Koeman skrifaði undir eins árs samning.

Eldri bróðir hans, Erwin, þjálfaði liðið árin 2005-07. Koeman lék sjálfur með liðinu 1995-97.

Koeman er afar farsæll þjálfari í Hollandi en hann hefur stýrt bæði Ajax og PSV Eindhoven til meistaratitla í landinu. Hann mun nú hafa þjálfað þrjú stærstu lið landsins.

Feyenoord gekk afar illa á síðustu leiktíð og endaði í tíunda sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×