Fótbolti

Bandaríkjamaður á að reyna að fylla skarð Kolbeins hjá AZ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leik með AZ.
Kolbeinn Sigþórsson í leik með AZ. Mynd/Nordic Photos/Getty
AZ Alkmaar hefur gert fjögurra ára samning við bandaríska framherjann Jozy Altidore sem hefur spilað með Villarreal á Spáni undanfarið. Altidore er ætlað að fylla skarð Kolbeins Sigþórssonar sem AZ seldi til AZ.

Jozy Altidore er aðeins 21 árs en hefur engu að síður flakkað svolítið á ferli sínum. Auk þess að spila með Villarreal þá hefur hann verið í herbúðum New York Red Bulls í Bandaríkjunum, Xerez á Spáni, Hull City í Englandi og Bursaspor í Tyrklandi.

Altidore varð árið 2008 fyrsti Bandaríkjamaðurinn til þess að skora í spænsku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði á móti Athletic Bilbao en hann hefur þegar skorað 12 mörk í 39 landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×