Fótbolti

Spænskur heimsmeistari í portúgalska boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joan Capdevila.
Joan Capdevila. Mynd/Nordic Photos/Getty
Benfica hefur nælt sér í leikmann úr spænska landsliðinu því portúgalska félagið hefur gert tveggja ára samning við hinn 33 ára gamla Joan Capdevila. Benfica keypti hann frá spænska félaginu Villarreal en kaupverðið var ekki gefið upp.

Joan Capdevila lék sinn fyrsta landsleik árið 2002 og var í stóru hlutverki í liðinu sem varð bæði Evrópumeistari 2008 og heimsmeistari 2010. Hann hefur alls leikið 57 landsleiki og hefur leikið með félögum eins og Espanyol, Atletico Madrid og Deportivo Coruna á ferlinum.

Capdevila spilar oftast sem vinstri bakvörður en hann sterkur sóknarlega og þekkur fyrir upphlaup sín upp vinstri vænginn. Honum er ætlað að fylla skarð Fabio Coentrao hjá Benfica en Real Mardrid keypti Coentrao fyrr í þessum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×