Fótbolti

Batista líklega rekinn frá Argentínu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sergio Batista.
Sergio Batista.
Þrátt fyrir dapurt gengi á Copa America tekur Sergio Batista það ekki í mál að segja af sér sem landsliðsþjálfari Argentínu. Það gæti ekki dugað til því knattspyrnusamband Argentínu íhugar að reka hann úr starfi.

Samkvæmt þarlendum fjölmiðlum þá eru Argentínumenn þegar farnir að skoða nýja menn í starfið.

Batista tók við starfinu af Diego Maradona eftir HM 2010. Fjölmargir vilja sjá Maradona taka aftur við liðinu en það verður að teljast ólíklegt þar sem Maradona skildi ekki beint í góðu á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×