Sam Hewson: Toddi er skemmtilegur þjálfari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2011 10:00 Sam Hewson, fyrrum fyrirliði varaliðs Manchester United, var eldhress þegar blaðamaður hitti á hann í Safamýrinni í gær. Hewson vonast eftir því að semja við Framara. „Mér líst vel á þetta. Strákarnir hjá Fram eru búnir að taka vel á móti mér og þjálfarinn hefur verið fínn. Ég skemmti mér vel,“ segir Englendingurinn. Hewson hefur verið í tæpa viku á Íslandi og líst ágætlega á aðstæður. „Ég hef æft með liðinu frá því á þriðjudag. Ég sá fyrsta sigurleikinn í vikunni og er virkilega ánægður.“ Hewson tekur þó ekki undir með blaðamanni að nærvera hans hafi haft þau áhrif að fyrsti sigurinn hafi komið í hús gegn Víkingum. „Ég myndi ekki segja það. Vonandi getum við haldið áfram og náð í sigur á sunnudaginn.“ Hewson segir ekki mikið hafa komið honum á óvart á æfingum hjá Fram miðað við það sem hann á að venjast. Hann er þó ánægður með æfingar sem séu skemmtilegar. „Toddi (Þorvaldur Örlygsson) er góður í að fá menn til þess að hafa gaman af æfingum með sendingaræfingum og fleira. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir enski miðjumaðurinn. Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United og var meðal annars í leikmannahópi aðalliðsins í Meistaradeildinni gegn Roma árið 2007. „Svoleiðis gerast hlutirnir. Stundum gengur vel, stundum ekki. En ég vona að ég geti haldið ferlinum gangandi hérna hjá Fram,“ segir Sam sem spilaði með Altringham í 5. deild enskrar knattspyrnu síðastliðinn vetur. Hann segir varaliðinu hafa gengið ágætlega þegar hann spilaði hjá liðinu. „Já, við stóðum okkur vel. Við höfðum gott lið og stráka sem náðu vel saman. Vonandi get ég miðlað af þessari reynslu til Fram. Við sjáum hvað setur.“ Hewson spilaði undir stjórn Skotans Brian McClair. Var ekki erfitt að spila undir stjórn Skota? „Nei, það var alls ekki slæmt. Reyndar mjög fínt. Hann er mjög fínn,“ segir Hewson um McClair sem var mikill markaskorari á árum áður hjá United. Sam Tillen, vinstri bakvörður Framara, hefur verið Hewson innan handar fyrstu dagana í Reykjavík. Ætli Hewson hafi ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum með að það væri nú þegar einn Sam hjá félaginu? „Nei, (hlær). Sam hefur séð vel um mig. Hann er góður félagi.“ Aðspurður hvort sú staðreynd að Fram og Sam ríma gefi ekki til kynna farsælt samstarf hlær Hewson: „Kannski, við verðum að sjá til.“ Veður hefur verið gott á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Hewson var léttklæddur í Safamýrinni í dag og líkaði veðrið greinilega ágætlega. „Það kom mér á óvart. Búið að vera sól síðan ég kom. Ég vissi ekki á hverju ég átti von svo ég er mjög ánægður. Betra en enska veðrið. Það er búið að rigna í allt sumar.“ Hewson var áhorfandi í Víkinni á mánudagskvöld þegar Steven Lennon tryggði Frömurum fyrsta sigurinn í Pepsi-deildinni í sumar. „Mér fannst strákarnir gera vel. Þetta var ekki áferðafallegur fótbolti. En úrslitin skipta öllu máli. Vonandi gefur sigurinn liðinu sjálfstraust,“ segir Hewson. Hewson segist vonast eftir því að vera hjá Fram-liðinu til lengri tíma. „Ég vona það. Við sjáum hvað gerist. Ég er tilbúinn að vera til langs tíma ef þjálfarinn vill fá mig,“ sagði Englendingurinn geðþekki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Sam Hewson, fyrrum fyrirliði varaliðs Manchester United, var eldhress þegar blaðamaður hitti á hann í Safamýrinni í gær. Hewson vonast eftir því að semja við Framara. „Mér líst vel á þetta. Strákarnir hjá Fram eru búnir að taka vel á móti mér og þjálfarinn hefur verið fínn. Ég skemmti mér vel,“ segir Englendingurinn. Hewson hefur verið í tæpa viku á Íslandi og líst ágætlega á aðstæður. „Ég hef æft með liðinu frá því á þriðjudag. Ég sá fyrsta sigurleikinn í vikunni og er virkilega ánægður.“ Hewson tekur þó ekki undir með blaðamanni að nærvera hans hafi haft þau áhrif að fyrsti sigurinn hafi komið í hús gegn Víkingum. „Ég myndi ekki segja það. Vonandi getum við haldið áfram og náð í sigur á sunnudaginn.“ Hewson segir ekki mikið hafa komið honum á óvart á æfingum hjá Fram miðað við það sem hann á að venjast. Hann er þó ánægður með æfingar sem séu skemmtilegar. „Toddi (Þorvaldur Örlygsson) er góður í að fá menn til þess að hafa gaman af æfingum með sendingaræfingum og fleira. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir enski miðjumaðurinn. Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United og var meðal annars í leikmannahópi aðalliðsins í Meistaradeildinni gegn Roma árið 2007. „Svoleiðis gerast hlutirnir. Stundum gengur vel, stundum ekki. En ég vona að ég geti haldið ferlinum gangandi hérna hjá Fram,“ segir Sam sem spilaði með Altringham í 5. deild enskrar knattspyrnu síðastliðinn vetur. Hann segir varaliðinu hafa gengið ágætlega þegar hann spilaði hjá liðinu. „Já, við stóðum okkur vel. Við höfðum gott lið og stráka sem náðu vel saman. Vonandi get ég miðlað af þessari reynslu til Fram. Við sjáum hvað setur.“ Hewson spilaði undir stjórn Skotans Brian McClair. Var ekki erfitt að spila undir stjórn Skota? „Nei, það var alls ekki slæmt. Reyndar mjög fínt. Hann er mjög fínn,“ segir Hewson um McClair sem var mikill markaskorari á árum áður hjá United. Sam Tillen, vinstri bakvörður Framara, hefur verið Hewson innan handar fyrstu dagana í Reykjavík. Ætli Hewson hafi ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum með að það væri nú þegar einn Sam hjá félaginu? „Nei, (hlær). Sam hefur séð vel um mig. Hann er góður félagi.“ Aðspurður hvort sú staðreynd að Fram og Sam ríma gefi ekki til kynna farsælt samstarf hlær Hewson: „Kannski, við verðum að sjá til.“ Veður hefur verið gott á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Hewson var léttklæddur í Safamýrinni í dag og líkaði veðrið greinilega ágætlega. „Það kom mér á óvart. Búið að vera sól síðan ég kom. Ég vissi ekki á hverju ég átti von svo ég er mjög ánægður. Betra en enska veðrið. Það er búið að rigna í allt sumar.“ Hewson var áhorfandi í Víkinni á mánudagskvöld þegar Steven Lennon tryggði Frömurum fyrsta sigurinn í Pepsi-deildinni í sumar. „Mér fannst strákarnir gera vel. Þetta var ekki áferðafallegur fótbolti. En úrslitin skipta öllu máli. Vonandi gefur sigurinn liðinu sjálfstraust,“ segir Hewson. Hewson segist vonast eftir því að vera hjá Fram-liðinu til lengri tíma. „Ég vona það. Við sjáum hvað gerist. Ég er tilbúinn að vera til langs tíma ef þjálfarinn vill fá mig,“ sagði Englendingurinn geðþekki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira