Sam Hewson: Toddi er skemmtilegur þjálfari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2011 10:00 Sam Hewson, fyrrum fyrirliði varaliðs Manchester United, var eldhress þegar blaðamaður hitti á hann í Safamýrinni í gær. Hewson vonast eftir því að semja við Framara. „Mér líst vel á þetta. Strákarnir hjá Fram eru búnir að taka vel á móti mér og þjálfarinn hefur verið fínn. Ég skemmti mér vel,“ segir Englendingurinn. Hewson hefur verið í tæpa viku á Íslandi og líst ágætlega á aðstæður. „Ég hef æft með liðinu frá því á þriðjudag. Ég sá fyrsta sigurleikinn í vikunni og er virkilega ánægður.“ Hewson tekur þó ekki undir með blaðamanni að nærvera hans hafi haft þau áhrif að fyrsti sigurinn hafi komið í hús gegn Víkingum. „Ég myndi ekki segja það. Vonandi getum við haldið áfram og náð í sigur á sunnudaginn.“ Hewson segir ekki mikið hafa komið honum á óvart á æfingum hjá Fram miðað við það sem hann á að venjast. Hann er þó ánægður með æfingar sem séu skemmtilegar. „Toddi (Þorvaldur Örlygsson) er góður í að fá menn til þess að hafa gaman af æfingum með sendingaræfingum og fleira. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir enski miðjumaðurinn. Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United og var meðal annars í leikmannahópi aðalliðsins í Meistaradeildinni gegn Roma árið 2007. „Svoleiðis gerast hlutirnir. Stundum gengur vel, stundum ekki. En ég vona að ég geti haldið ferlinum gangandi hérna hjá Fram,“ segir Sam sem spilaði með Altringham í 5. deild enskrar knattspyrnu síðastliðinn vetur. Hann segir varaliðinu hafa gengið ágætlega þegar hann spilaði hjá liðinu. „Já, við stóðum okkur vel. Við höfðum gott lið og stráka sem náðu vel saman. Vonandi get ég miðlað af þessari reynslu til Fram. Við sjáum hvað setur.“ Hewson spilaði undir stjórn Skotans Brian McClair. Var ekki erfitt að spila undir stjórn Skota? „Nei, það var alls ekki slæmt. Reyndar mjög fínt. Hann er mjög fínn,“ segir Hewson um McClair sem var mikill markaskorari á árum áður hjá United. Sam Tillen, vinstri bakvörður Framara, hefur verið Hewson innan handar fyrstu dagana í Reykjavík. Ætli Hewson hafi ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum með að það væri nú þegar einn Sam hjá félaginu? „Nei, (hlær). Sam hefur séð vel um mig. Hann er góður félagi.“ Aðspurður hvort sú staðreynd að Fram og Sam ríma gefi ekki til kynna farsælt samstarf hlær Hewson: „Kannski, við verðum að sjá til.“ Veður hefur verið gott á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Hewson var léttklæddur í Safamýrinni í dag og líkaði veðrið greinilega ágætlega. „Það kom mér á óvart. Búið að vera sól síðan ég kom. Ég vissi ekki á hverju ég átti von svo ég er mjög ánægður. Betra en enska veðrið. Það er búið að rigna í allt sumar.“ Hewson var áhorfandi í Víkinni á mánudagskvöld þegar Steven Lennon tryggði Frömurum fyrsta sigurinn í Pepsi-deildinni í sumar. „Mér fannst strákarnir gera vel. Þetta var ekki áferðafallegur fótbolti. En úrslitin skipta öllu máli. Vonandi gefur sigurinn liðinu sjálfstraust,“ segir Hewson. Hewson segist vonast eftir því að vera hjá Fram-liðinu til lengri tíma. „Ég vona það. Við sjáum hvað gerist. Ég er tilbúinn að vera til langs tíma ef þjálfarinn vill fá mig,“ sagði Englendingurinn geðþekki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Sam Hewson, fyrrum fyrirliði varaliðs Manchester United, var eldhress þegar blaðamaður hitti á hann í Safamýrinni í gær. Hewson vonast eftir því að semja við Framara. „Mér líst vel á þetta. Strákarnir hjá Fram eru búnir að taka vel á móti mér og þjálfarinn hefur verið fínn. Ég skemmti mér vel,“ segir Englendingurinn. Hewson hefur verið í tæpa viku á Íslandi og líst ágætlega á aðstæður. „Ég hef æft með liðinu frá því á þriðjudag. Ég sá fyrsta sigurleikinn í vikunni og er virkilega ánægður.“ Hewson tekur þó ekki undir með blaðamanni að nærvera hans hafi haft þau áhrif að fyrsti sigurinn hafi komið í hús gegn Víkingum. „Ég myndi ekki segja það. Vonandi getum við haldið áfram og náð í sigur á sunnudaginn.“ Hewson segir ekki mikið hafa komið honum á óvart á æfingum hjá Fram miðað við það sem hann á að venjast. Hann er þó ánægður með æfingar sem séu skemmtilegar. „Toddi (Þorvaldur Örlygsson) er góður í að fá menn til þess að hafa gaman af æfingum með sendingaræfingum og fleira. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir enski miðjumaðurinn. Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United og var meðal annars í leikmannahópi aðalliðsins í Meistaradeildinni gegn Roma árið 2007. „Svoleiðis gerast hlutirnir. Stundum gengur vel, stundum ekki. En ég vona að ég geti haldið ferlinum gangandi hérna hjá Fram,“ segir Sam sem spilaði með Altringham í 5. deild enskrar knattspyrnu síðastliðinn vetur. Hann segir varaliðinu hafa gengið ágætlega þegar hann spilaði hjá liðinu. „Já, við stóðum okkur vel. Við höfðum gott lið og stráka sem náðu vel saman. Vonandi get ég miðlað af þessari reynslu til Fram. Við sjáum hvað setur.“ Hewson spilaði undir stjórn Skotans Brian McClair. Var ekki erfitt að spila undir stjórn Skota? „Nei, það var alls ekki slæmt. Reyndar mjög fínt. Hann er mjög fínn,“ segir Hewson um McClair sem var mikill markaskorari á árum áður hjá United. Sam Tillen, vinstri bakvörður Framara, hefur verið Hewson innan handar fyrstu dagana í Reykjavík. Ætli Hewson hafi ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum með að það væri nú þegar einn Sam hjá félaginu? „Nei, (hlær). Sam hefur séð vel um mig. Hann er góður félagi.“ Aðspurður hvort sú staðreynd að Fram og Sam ríma gefi ekki til kynna farsælt samstarf hlær Hewson: „Kannski, við verðum að sjá til.“ Veður hefur verið gott á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Hewson var léttklæddur í Safamýrinni í dag og líkaði veðrið greinilega ágætlega. „Það kom mér á óvart. Búið að vera sól síðan ég kom. Ég vissi ekki á hverju ég átti von svo ég er mjög ánægður. Betra en enska veðrið. Það er búið að rigna í allt sumar.“ Hewson var áhorfandi í Víkinni á mánudagskvöld þegar Steven Lennon tryggði Frömurum fyrsta sigurinn í Pepsi-deildinni í sumar. „Mér fannst strákarnir gera vel. Þetta var ekki áferðafallegur fótbolti. En úrslitin skipta öllu máli. Vonandi gefur sigurinn liðinu sjálfstraust,“ segir Hewson. Hewson segist vonast eftir því að vera hjá Fram-liðinu til lengri tíma. „Ég vona það. Við sjáum hvað gerist. Ég er tilbúinn að vera til langs tíma ef þjálfarinn vill fá mig,“ sagði Englendingurinn geðþekki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira