Sam Hewson: Toddi er skemmtilegur þjálfari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2011 10:00 Sam Hewson, fyrrum fyrirliði varaliðs Manchester United, var eldhress þegar blaðamaður hitti á hann í Safamýrinni í gær. Hewson vonast eftir því að semja við Framara. „Mér líst vel á þetta. Strákarnir hjá Fram eru búnir að taka vel á móti mér og þjálfarinn hefur verið fínn. Ég skemmti mér vel,“ segir Englendingurinn. Hewson hefur verið í tæpa viku á Íslandi og líst ágætlega á aðstæður. „Ég hef æft með liðinu frá því á þriðjudag. Ég sá fyrsta sigurleikinn í vikunni og er virkilega ánægður.“ Hewson tekur þó ekki undir með blaðamanni að nærvera hans hafi haft þau áhrif að fyrsti sigurinn hafi komið í hús gegn Víkingum. „Ég myndi ekki segja það. Vonandi getum við haldið áfram og náð í sigur á sunnudaginn.“ Hewson segir ekki mikið hafa komið honum á óvart á æfingum hjá Fram miðað við það sem hann á að venjast. Hann er þó ánægður með æfingar sem séu skemmtilegar. „Toddi (Þorvaldur Örlygsson) er góður í að fá menn til þess að hafa gaman af æfingum með sendingaræfingum og fleira. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir enski miðjumaðurinn. Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United og var meðal annars í leikmannahópi aðalliðsins í Meistaradeildinni gegn Roma árið 2007. „Svoleiðis gerast hlutirnir. Stundum gengur vel, stundum ekki. En ég vona að ég geti haldið ferlinum gangandi hérna hjá Fram,“ segir Sam sem spilaði með Altringham í 5. deild enskrar knattspyrnu síðastliðinn vetur. Hann segir varaliðinu hafa gengið ágætlega þegar hann spilaði hjá liðinu. „Já, við stóðum okkur vel. Við höfðum gott lið og stráka sem náðu vel saman. Vonandi get ég miðlað af þessari reynslu til Fram. Við sjáum hvað setur.“ Hewson spilaði undir stjórn Skotans Brian McClair. Var ekki erfitt að spila undir stjórn Skota? „Nei, það var alls ekki slæmt. Reyndar mjög fínt. Hann er mjög fínn,“ segir Hewson um McClair sem var mikill markaskorari á árum áður hjá United. Sam Tillen, vinstri bakvörður Framara, hefur verið Hewson innan handar fyrstu dagana í Reykjavík. Ætli Hewson hafi ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum með að það væri nú þegar einn Sam hjá félaginu? „Nei, (hlær). Sam hefur séð vel um mig. Hann er góður félagi.“ Aðspurður hvort sú staðreynd að Fram og Sam ríma gefi ekki til kynna farsælt samstarf hlær Hewson: „Kannski, við verðum að sjá til.“ Veður hefur verið gott á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Hewson var léttklæddur í Safamýrinni í dag og líkaði veðrið greinilega ágætlega. „Það kom mér á óvart. Búið að vera sól síðan ég kom. Ég vissi ekki á hverju ég átti von svo ég er mjög ánægður. Betra en enska veðrið. Það er búið að rigna í allt sumar.“ Hewson var áhorfandi í Víkinni á mánudagskvöld þegar Steven Lennon tryggði Frömurum fyrsta sigurinn í Pepsi-deildinni í sumar. „Mér fannst strákarnir gera vel. Þetta var ekki áferðafallegur fótbolti. En úrslitin skipta öllu máli. Vonandi gefur sigurinn liðinu sjálfstraust,“ segir Hewson. Hewson segist vonast eftir því að vera hjá Fram-liðinu til lengri tíma. „Ég vona það. Við sjáum hvað gerist. Ég er tilbúinn að vera til langs tíma ef þjálfarinn vill fá mig,“ sagði Englendingurinn geðþekki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Sam Hewson, fyrrum fyrirliði varaliðs Manchester United, var eldhress þegar blaðamaður hitti á hann í Safamýrinni í gær. Hewson vonast eftir því að semja við Framara. „Mér líst vel á þetta. Strákarnir hjá Fram eru búnir að taka vel á móti mér og þjálfarinn hefur verið fínn. Ég skemmti mér vel,“ segir Englendingurinn. Hewson hefur verið í tæpa viku á Íslandi og líst ágætlega á aðstæður. „Ég hef æft með liðinu frá því á þriðjudag. Ég sá fyrsta sigurleikinn í vikunni og er virkilega ánægður.“ Hewson tekur þó ekki undir með blaðamanni að nærvera hans hafi haft þau áhrif að fyrsti sigurinn hafi komið í hús gegn Víkingum. „Ég myndi ekki segja það. Vonandi getum við haldið áfram og náð í sigur á sunnudaginn.“ Hewson segir ekki mikið hafa komið honum á óvart á æfingum hjá Fram miðað við það sem hann á að venjast. Hann er þó ánægður með æfingar sem séu skemmtilegar. „Toddi (Þorvaldur Örlygsson) er góður í að fá menn til þess að hafa gaman af æfingum með sendingaræfingum og fleira. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir enski miðjumaðurinn. Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United og var meðal annars í leikmannahópi aðalliðsins í Meistaradeildinni gegn Roma árið 2007. „Svoleiðis gerast hlutirnir. Stundum gengur vel, stundum ekki. En ég vona að ég geti haldið ferlinum gangandi hérna hjá Fram,“ segir Sam sem spilaði með Altringham í 5. deild enskrar knattspyrnu síðastliðinn vetur. Hann segir varaliðinu hafa gengið ágætlega þegar hann spilaði hjá liðinu. „Já, við stóðum okkur vel. Við höfðum gott lið og stráka sem náðu vel saman. Vonandi get ég miðlað af þessari reynslu til Fram. Við sjáum hvað setur.“ Hewson spilaði undir stjórn Skotans Brian McClair. Var ekki erfitt að spila undir stjórn Skota? „Nei, það var alls ekki slæmt. Reyndar mjög fínt. Hann er mjög fínn,“ segir Hewson um McClair sem var mikill markaskorari á árum áður hjá United. Sam Tillen, vinstri bakvörður Framara, hefur verið Hewson innan handar fyrstu dagana í Reykjavík. Ætli Hewson hafi ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum með að það væri nú þegar einn Sam hjá félaginu? „Nei, (hlær). Sam hefur séð vel um mig. Hann er góður félagi.“ Aðspurður hvort sú staðreynd að Fram og Sam ríma gefi ekki til kynna farsælt samstarf hlær Hewson: „Kannski, við verðum að sjá til.“ Veður hefur verið gott á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Hewson var léttklæddur í Safamýrinni í dag og líkaði veðrið greinilega ágætlega. „Það kom mér á óvart. Búið að vera sól síðan ég kom. Ég vissi ekki á hverju ég átti von svo ég er mjög ánægður. Betra en enska veðrið. Það er búið að rigna í allt sumar.“ Hewson var áhorfandi í Víkinni á mánudagskvöld þegar Steven Lennon tryggði Frömurum fyrsta sigurinn í Pepsi-deildinni í sumar. „Mér fannst strákarnir gera vel. Þetta var ekki áferðafallegur fótbolti. En úrslitin skipta öllu máli. Vonandi gefur sigurinn liðinu sjálfstraust,“ segir Hewson. Hewson segist vonast eftir því að vera hjá Fram-liðinu til lengri tíma. „Ég vona það. Við sjáum hvað gerist. Ég er tilbúinn að vera til langs tíma ef þjálfarinn vill fá mig,“ sagði Englendingurinn geðþekki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira