Erlent

Meintur byssumaður nafngreindur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skjáskot af fésbókarsíðu mannsins sem TV2 segir að hafi verið handtekinn.
Skjáskot af fésbókarsíðu mannsins sem TV2 segir að hafi verið handtekinn.
Norska sjónvarpsstöðin TV 2 fullyrðir að Norðmaðurinn sem var handtekinn í dag fyrir skotárásina í Útey í Noregi heiti Anders Behring Breivik. Hann er sagður tilheyra hægriöfgahreyfingu á austurhluta Noregs. Hann er sagður vera skráður fyrir tveimur skotvopnum. Sjálfvirkri byssu og skammbyssu af gerðinni Glock. Maðurinn er grunaður um að hafa banað minnst 10 manns í Útey




Fleiri fréttir

Sjá meira


×