Erlent

Myndbandið sem morðinginn setti á netið rétt fyrir ódæðin

Lögreglan í Noregi segir framburð og gögn á heimili Anders Behring Breivik benda til þess að hann hafi undirbúið fjöldamorðin í Noregi í um tvö ár. Í yfirheyrslum hjá lögreglu hefur hann gengist við morðunum og að þau hafi verið grimmileg, en segir þau engu að síður hafa verið nauðsynleg.

Daginn sem hann framdi voðaverkin setti hann rúmlega tólf mínútna myndband á internetið þar sem hann ræðir þá ógn sem hann segir Evrópu stafa af fjölmenningar marxisma og Íslam og skorar á fólk til að rísa upp í anda Templara riddara.

Á myndbandinu má einnig sjá ljósmyndir af honum fullvopnuðum, í einkennisbúningi norska hersins og í klæðnaði reglubræðra í Frímúrarareglunni, þar sem hann var félagsmaður. Þá fann lögregla um fimmtán hundruð síðna rit á ensku á heimili Breivik, þar sem hann tekur saman ruglingslega hugmyndafræði sína.

Verjandi Breivik segir hann tilbúinn til að útskýra voðaverk sín fyrir opnum tjöldum í réttarsal. Farið verður fram á að hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á morgun.

Hægt er að horfa á myndbandið með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×