Erlent

Stoltenberg: „Ég þekkti fjölmarga á Útey“

Margir kirkjugesta buguðust undir ræðu Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í minningarathöfn í dómkirkjunni í Osló, um þá sem féllu í fjöldamorðunum á föstudag.

Allir helstu ráðamenn Noregs voru við athöfnina í dag, Haraldur konungur, Sonja Drottning og forsætisráðherrann Jens Stoltenberg.

„Að baki hverju og einu þeirra sem féll er harmleikur. Samanlagt er þetta þjóðarharmleikur. Mörg okkar þekktu einhvern þeirra sem nú eru dánir. Ennþá fleiri þekkja til einhverra úr hópnum," sagði forsætisráðherrann.

„Ég þekkti fjölmarga. Ein þeirra var Mónika. Í meira en 20 ár starfaði hún á Útey. Í hugum margra var hún tákngervingur Úteyjar. Nú er hún dáin, skotin og myrt. Hún skapaði öryggiskennd hjá ungmennum frá öllum landshornum," sagði Stoltenberg í dómkirkjunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×