Erlent

Færri látnir en talið var í fyrstu - enn fjölda saknað

Andrúmsloftið í Osló er þrungið sorg
Andrúmsloftið í Osló er þrungið sorg Mynd AFP
Lögreglan í Osló hefur tilkynnt að tala látinna eftir fjöldamorðin á föstudag er nokkuð lægri en talið var. Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir var sagt að 68 hefði verið skotnir í Útey og að 8 hefðu látist í sprengingunni í miðborg Oslóar. Enn er þó nokkurs fjölda saknað og því ekki hægt að segja til um endanlegan fjölda látinna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan býr nú yfir er heildartalan orðin 76 en ekki 93 eins og áður var talið.

Blaðamannafundurinn er sendur út í beinni útsendingu hjá Norska ríkissjónvarpinu. Þar hefur komið fram að ákveðið var að gefa út áðurnefnda tölu um fjölda látinna þar sem hún var talin sú rétta og mikilvægt þótti að almenningur yrði upplýstur sem fyrst um stöðu mála.

Lögreglan ítrekar þó að talan getur enn átt eftir að hækka aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×