Erlent

Breivik í tengslum við bresk hægri öfgasamtök

Í ljós hefur komið að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafði mikil og náin samskipti við hægri öfgasamtökin English Defence League í Bretlandi.

Þetta kemur fram í blaðinu Telegraph í dag. Einn meðlima samtakanna segir í samtali við Telegraph að þar að auki hafi Breivik tekið þátt í mótmælaaðgerðum með þeim í Bretlandi í fyrra.

Annar háttsettur meðlimur English Defence League segir að Breivik hafi verið í stöðugu sambandi við þá í gegnum Facebook. Þá kemur fram í svokallaðri stefnuyfirlýsingu Breivik að hann eigi um 600 vini á Facebook sem tilheyra þessum öfgasamtökum.

Á heimasíðu samtakanna er því hinsvegar hafnað að nokkurt opinbert samband hafi verið milli þeirra og Breivik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×