Stóra leyndarmálið um markverði í vítakeppnum afhjúpað Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. júlí 2011 19:00 . Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem sérfræðingarnir gerðu eru meiri líkur á því að markverðir skutli sér til hægri í vítaspyrnum sem framkvæmdar eru við hátt spennustig í úrslitaleikjum eða vítaspyrnukeppnum. AFP Hópur vísindamanna í Hollandi hefur sett fram skemmtilega kenningu sem margir fótboltaþjálfarar eiga eflaust eftir að nýta sér í framtíðinni. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem sérfræðingarnir gerðu eru meiri líkur á því að markverðir skutli sér til hægri í vítaspyrnum sem framkvæmdar eru við hátt spennustig í úrslitaleikjum eða vítaspyrnukeppnum. Hollendingarnir telja sig hafa sannað það að það sé eðlislægt hjá manneskjum að skutla sér til hægri undir slíkum kringumstæðum. Hinsvegar benda vísindamennirnir einnig á að við „venjulegar" aðstæður séu meiri líkur á því að markverðir skutli sér til vinstri þegar kemur að vítaspyrnum. Að sjálfsögðu ætla Hollendingarnir að miðla þekkingu sinni til hollenska knattspyrnusambandsins en talið er að Englendingar séu tilbúnir að greiða háa fjárhæð fyrir þessar upplýsingar – enda er saga enska landsliðsins í vítaspyrnukeppnum á stórmótum ein sorgarsaga. Enska landsliðið var að sjálfsögðu hluti af rannsóknarvinnu hollensku vísindamannana. Vítaspyrnukeppni Englands og Portúgals frá HM 2006 var þar tekin fyrir. Þar skoraði Cristiano Ronaldo framhjá Paul Robinson markverði enska landsliðsins – en hann skutlaði sér til hægri í því tilviki en virtist í fyrstu ætla að veðja á rétt horn, það vinstra. Marieke Roskes, talsmaður hollensku vísindamannana, segir að í því tilviki, hafi hægra heilahvelið hjá Robinson tekið völdin og ákveðið að hann ætti að fara til hægri. „Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og við vonum að við getum hjálpað hollenska landsliðinu til þess að fara alla leið á næsta Heimsmeistaramóti," sagði Roskes. Kenningin er skemmtileg en eflaust eru skiptar skoðanir um hvernig túlka beri niðurstöðurnar. Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Hópur vísindamanna í Hollandi hefur sett fram skemmtilega kenningu sem margir fótboltaþjálfarar eiga eflaust eftir að nýta sér í framtíðinni. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem sérfræðingarnir gerðu eru meiri líkur á því að markverðir skutli sér til hægri í vítaspyrnum sem framkvæmdar eru við hátt spennustig í úrslitaleikjum eða vítaspyrnukeppnum. Hollendingarnir telja sig hafa sannað það að það sé eðlislægt hjá manneskjum að skutla sér til hægri undir slíkum kringumstæðum. Hinsvegar benda vísindamennirnir einnig á að við „venjulegar" aðstæður séu meiri líkur á því að markverðir skutli sér til vinstri þegar kemur að vítaspyrnum. Að sjálfsögðu ætla Hollendingarnir að miðla þekkingu sinni til hollenska knattspyrnusambandsins en talið er að Englendingar séu tilbúnir að greiða háa fjárhæð fyrir þessar upplýsingar – enda er saga enska landsliðsins í vítaspyrnukeppnum á stórmótum ein sorgarsaga. Enska landsliðið var að sjálfsögðu hluti af rannsóknarvinnu hollensku vísindamannana. Vítaspyrnukeppni Englands og Portúgals frá HM 2006 var þar tekin fyrir. Þar skoraði Cristiano Ronaldo framhjá Paul Robinson markverði enska landsliðsins – en hann skutlaði sér til hægri í því tilviki en virtist í fyrstu ætla að veðja á rétt horn, það vinstra. Marieke Roskes, talsmaður hollensku vísindamannana, segir að í því tilviki, hafi hægra heilahvelið hjá Robinson tekið völdin og ákveðið að hann ætti að fara til hægri. „Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og við vonum að við getum hjálpað hollenska landsliðinu til þess að fara alla leið á næsta Heimsmeistaramóti," sagði Roskes. Kenningin er skemmtileg en eflaust eru skiptar skoðanir um hvernig túlka beri niðurstöðurnar.
Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira