Enski boltinn

Goodwillie gæti fetað í fótspor Butt og Dicks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Goodwillie hefur leikið einn landsleik fyrir Skotland.
Goodwillie hefur leikið einn landsleik fyrir Skotland. Nordic Photos/AFP
David Goodwillie framherji Dundee United í skosku knattspyrnunni er líklega á leið í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu. Eftirnafnið Goodwillie mun fylla í skarðið á skorti á skemmtilegum eftirnöfnum sem leikmenn á borð við Julian Dicks og Nicky Butt hafa skilið eftir sig.

Að sögn knattspyrnustjóra Dundee United, Peter Houston, hefur Goodwillie lýst því yfir að hann vilji fara til Englands. Rangers hefur tvívegis boðið í leikmanninn en Houston telur að Goodwillie væei betur borgið á Englandi.

„Ég held að það væri skynsamlegra fyrir hann að fara til Englands eða einhvers annars útlands og sanna sig. Ég held að hann vilji það líka," sagði Houston.

Goodwillie hefur verið nokkuð iðinn við að koma sér í vandræði. Nú síðast var nauðgunarkæra á hendur honum látin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum.

„Það er mín skoðun að það sé ekki skynsamlegt fyrir hann að fara til Glasgow miðað við vandamál hans utan vallar. Ég hef sagt það og stend við það," sagði Houston sem er fæddur og uppalinn í Glasgow.

Dundee United hefur sett tveggja milljóna punda verðmiða á Goodwillie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×