Fótbolti

Glæsimark Neymar dugði ekki til gegn þrennu Ronaldinho

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brasilíumaðurinn Neymar skoraði glæsilegt mark og kom Santos í 3-0 gegn Ronaldinho og félögum í Flamengo í gærkvöldi. Tæknitröllið Ronaldinho tók hins vegar til sinna ráða, skoraði þrennu og tryggði Flamengo 4-5 útisigur.

Mark Neymar kom á 26. mínútu og var einkar glæsilegt. Hann átti þá fallegan samleik við félaga sinn áður en hann fíflaði varnarmann Flamengo með frábærri gabbhreyfingu og sendi knöttinn í netið.

Ronaldinho kann hins vegar enn sitthvað fyrir sér í boltanum. Hann minnkaði muninn í 3-1 í fyrri hálfleik og skoraði svo tvö mörk undir lok leiksins og tryggði Flamengo stigin þrjú.

Öll mörkin úr leiknum má sjá í þessu myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×