Fótbolti

Bandaríkjamenn ráku Bob Bradley í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bob Bradley.
Bob Bradley. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bob Bradley, þjálfari bandaríska landsliðsins, var rekinn í dag en hann hefur þjálfað liðið frá janúar 2007. Síðasti leikur bandaríska landsliðsins undir stjórn Bradley var 2-4 tap fyrir Mexíkí í úrslitaleik Gullbikarsins 25. júní síðastliðinn.

„Okkur fannst þetta vera réttur tími til að breyta til. Það er alltaf erfitt að taka svona ákvörðun sérstaklega þegar um ræðir mann eins og Bob sem við berum mikla virðingu fyrir," sagði Sunil Gulati, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins.

Bradley kom bandaríska landsliðinu í sextán liða úrslit á Hm 2010 í Suður-Afríku þar sem liðið tapaði á móti Gana. Hann varð orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa en ákvað frekar að gera nýjan fjögurra ára samning við bandaríska sambandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×