Fótbolti

Uppljóstrarinn í Katar dregur ásakanir um mútugreiðslur tilbaka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Issa Hayatou frá Kamerún þykir afar umdeildur.
Issa Hayatou frá Kamerún þykir afar umdeildur. Nordic Photos/AFP
Uppljóstrarinn í Katar, sem ásakaði þrjá fulltrúa í framkvæmdaráði FIFA um að hafa þegið mútugreiðslur vegna framoðs Katar til heimsmeistarakeppninnar 2022, hefur dregið sögu sína tilbaka.

Afríkubúarnir Issa Hayatou, Jacques Anouma og Amos Adamu í framkvæmdaráði FIFA áttu að hafa þegið 1.5 milljón dollara eða sem svarar 175 milljónum íslenskra króna fyrir að greiða framboðinu atkvæði sitt. Þeir höfðu allir neitað sök.

Uppljóstarinn sem hefur notast við nafnið Phaedra Almajid starfaði fyrir framboð Katar en missti starf sitt. Hún segist hafa verið í sárum eftir brottreksturinn og viljað hefna sín.

„Ég var mjög ósátt eftir að ég var rekinn og vildi hefna mín. Ég vildi skapa smá umræðu en ég reiknaði aldrei með að ummæli mín yrðu rædd í enska þinginu,“ sagði Almajid.

Ásakanir Almajid voru ekki birtar í neinum fjölmiðlum fyrr en enska þingið hafði tekið ásakanirnar fyrir. Það var gert í kjölfarið á bréfi sem þinginu barst frá enska blaðinu the Sunday Times. Fyrst þingið hafði fjallað um málið gátu fjölmiðlar áhyggjulaust fjallað um málið..

Almajid fullyrðir að hún sé hvorki ekki undir neinni pressu né hafi fengið greitt fyrir að draga ásakanir sínar tilbaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×