Fótbolti

Kólumbíumenn unnu Bóllivíu og tryggðu sér sigur í riðlinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Falcao fagnar marki í kvöld
Falcao fagnar marki í kvöld Nordic Photos/AFP
Landslið Kólumbíu í knattspyrnu vann 2-0 sigur á Bólivíu í A-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu í Argentínu í kvöld. Kólumbía hefur tryggt sér efsta sætið í riðlinum og er komið í 8-liða úrslit.

Radamel Falcao leikmaður Porto skoraði bæði mörk Kólumbíu í fyrri hálfleik. Mörk hans tryggðu ekki aðeins Kólumbíu sæti í undanúrslitum heldur þremur öðrum þjóðum; Chile, Perú og Venesúela.

Tólf lið spila í þremur riðlum í Argentínu. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram auk þeirra tveggja liða sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Eftir leik kvöldsins er ljóst að tvö lið fara áfram úr A-riðli en þrjú úr hinum riðlunum tveimur.

Argentína og Kostaríka leika því hreinan úrslitaleik á morgun um sæti í 8-liða úrslitum. Kostaríka dugar jafntefli gegn heimamönnum sem hafa valdið miklum vonbrigðum í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×