Fótbolti

Batista setur Tévez á bekkinn hjá Argentínu fyrir leik kvöldsins

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Carlos Tevez verður á varamannabekknum hjá Argentínu í kvöld.
Carlos Tevez verður á varamannabekknum hjá Argentínu í kvöld. AFP
Mikil spenna er fyrir leik Argentínu gegn Kosta-Ríku í kvöld á Copa America, Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta. Argentínumenn verða að vinna til þess að komast áfram úr riðlakeppninni og hefur þjálfari liðsins, Sergio Batista, ákveðið að gera fjórar breytingar á liðinu og setur hann m.a. Carlos Tévez og Ezequiel Lavezzi út úr byrjunarliðinu. Gonzalo Higuaín og Sergio Agüero koma inn í byrjunarliðið í þeirra stað.

Á miðsvæðinu koma þeir Fernando Gago og Ángel Di María inn í liðið og Éver Banega og Esteban Cambiasso detta út.

Kolumbía hefur nú þegar tryggt sér sigur í A-riðli en liðið er með 7 stig eftir þrjá leiki. Kosta-Ríka er með 3 stig, Argentína er með 2 og Bolívía er í neðsta sæti með 1 stig. Leikur Argentínu og Kosta-Ríku hefst kl. 00.35 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×