Fótbolti

Þjálfari enska landsliðsins gagnrýnir eldri leikmenn liðsins

Hope Powell, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, gagnrýndi eldri og reyndari leikmenn liðsins fyrir "heigulskap“ þegar liðið tapaði í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins gegn Frökkum.
Hope Powell, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, gagnrýndi eldri og reyndari leikmenn liðsins fyrir "heigulskap“ þegar liðið tapaði í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins gegn Frökkum. AFP
Hope Powell, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, gagnrýndi eldri og reyndari leikmenn liðsins fyrir „heigulskap" þegar liðið tapaði í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins gegn Frökkum. Powell segir að hún hafi átt í mestum vandræðum með að finna leikmenn sem vildu taka þeirri áskorun sem fylgir því að fara í vítaspyrnukeppni. Ungur og lítt reyndur bakvörður, Claire Rafferty, sem komið hafði inn á sem varamaður á 80. mínútu , náði ekki að skora úr fjórðu vítaspyrnunni og Fay White fyrirliði enska liðsins klúðraði fimmtu vítaspyrnunni.

Powell lét eldri og reyndari leikmenn liðsins heyra það í viðtali sem Guardian tók við hana. „Ég þurfti að spyrja leikmenn þrisvar sinnum hvort þeir ætluðu að taka víti. „Hvar eruð þið?" hugsaði ég og sú fyrsta sem rétti upp höndina var 22 ára gömul stelpa, Rafferty. Kelly Smith var meidd og gat varla gengið en hún gaf sig einnig fram. Það þarf vilja til þess að taka víti en aðrir leikmenn liðsins stigu ekki fram," sagði Powell og bætti við. „Þetta eru veikleikamerki og heigulsháttur."

Powell hefur gefið það í skyn að hún muni hætta sem þjálfari liðsins eftir 13 ár í starfi. Hún hefur hug á að taka að sér starf hjá enska knattspyrnusambandinu sem snýr að afreksþjálfun yngri leikmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×