Fótbolti

Leikmaður Svíþjóðar og fyrrum fyrirsæta skipti á treyjum við áhorfanda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Josefine Öqvist er umtalaðasti leikmaður sænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu þessa dagana. Öqvist skipti á treyjum við áhorfanda að loknum sigurleiknum gegn Suður-Kóreu í riðlakeppninni. Tæpar tvær milljónir manna hafa horft á myndband af atvikinu á youtube.

Öqvist, sem er fyrrverandi fyrirsæta, var að ræða við áhorfendur þegar karlkyns áhorfandi, í þýskri landsliðstreyju, reif sig úr treyjunni og bauð henni skipti. Öqvist var ekki lengi að hugsa sig. Hún klæddi sig úr treyjunni og fór í framhaldinu í þýsku treyjuna.

Svíþjóð er komið í undanúrslit á HM þar sem liðið mætir Japan á miðvikudag. Liðið hefur þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í London 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×