Ragnar Hauksson gengur til liðs við Þór Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2011 18:11 Ragnar í leik með KS/Leiftri gegn Völsungi Mynd/Guðný Þórsarar hafa fengið liðstyrk fyrir átökin framundan í Pepsi-deild karla. Sóknarmaðurinn Ragnar Hauksson hefur gengið til liðs við félagið. Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs staðfesti þetta við Vísi fyrir stundu. Þórsarar hafa skorað níu mörk í deildinni í sumar. Aðeins Fram og Víkingur hafa skorað færri mörk. Ef það er eitthvað sem Ragnar Hauksson kann fyrir sér þá er það að skora mörk. Ragnar hefur leikið 226 leiki í íslenskri deildarkeppni og skorað í þeim 137 mörk. Ragnar er Siglfirðingur og hefur lengst af ferlinum leikið fyrir KS eða KS/Leifur. Undanfarið hefur hann spilað og þjálfað hjá KF þaðan sem hann kemur til Þórs. Ragnar hefur reynslu úr efstu deild en reyndar eru tólf ár síðan. Hann spilaði með Skagamönnum á árunum 1997-1999. Á heimasíðu Knattspyrnufélags Fjallabyggðar er fjallað um félagaskiptin: „KF hefur heimilað Ragnari Haukssyni að skipta yfir í Þór. Raggi hefur verið þjálfari og aðstoðarþjálfari fyrir KF undanfarin ár og staðið sig með miklum sóma. Nú á dögunum leituðu Þórsarar eftir okkar heimild tilað fá að tala við Ragnar með það að í huga að hann kæmi til með að spila fyrir Þór út þetta tímabil. Tekið var jákvætt í þá beiðni. Það hefur ávallt verið markmið KF að leiti úrvalsdeildarfélög eftir liðsinni okkar leikmanna, þá er litið á það sem spennandi tækifæri fyrir þá og við viljum ekki standa í veginum. KF hefur átt í góðu samstarfi við Þór í sumar og hefur m.a. verið með tvo leikmenn að láni og er vonast til að það samstarf gangi áfram vel. Mikil eftirsjá verður af Ragnari sem bæði leikmaður og þjálfari, enda hefur hann verið okkar markahæsti leikmaður mörg undanfarin ár. KF vill að lokum þakka Ragnari fyrir hansgríðarlega mikla og góða framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta hjá nýju félagi. f.h. meistaraflokks Hlynur Guðmundsson, framkvæmdastjóri KF" Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Þórsarar hafa fengið liðstyrk fyrir átökin framundan í Pepsi-deild karla. Sóknarmaðurinn Ragnar Hauksson hefur gengið til liðs við félagið. Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs staðfesti þetta við Vísi fyrir stundu. Þórsarar hafa skorað níu mörk í deildinni í sumar. Aðeins Fram og Víkingur hafa skorað færri mörk. Ef það er eitthvað sem Ragnar Hauksson kann fyrir sér þá er það að skora mörk. Ragnar hefur leikið 226 leiki í íslenskri deildarkeppni og skorað í þeim 137 mörk. Ragnar er Siglfirðingur og hefur lengst af ferlinum leikið fyrir KS eða KS/Leifur. Undanfarið hefur hann spilað og þjálfað hjá KF þaðan sem hann kemur til Þórs. Ragnar hefur reynslu úr efstu deild en reyndar eru tólf ár síðan. Hann spilaði með Skagamönnum á árunum 1997-1999. Á heimasíðu Knattspyrnufélags Fjallabyggðar er fjallað um félagaskiptin: „KF hefur heimilað Ragnari Haukssyni að skipta yfir í Þór. Raggi hefur verið þjálfari og aðstoðarþjálfari fyrir KF undanfarin ár og staðið sig með miklum sóma. Nú á dögunum leituðu Þórsarar eftir okkar heimild tilað fá að tala við Ragnar með það að í huga að hann kæmi til með að spila fyrir Þór út þetta tímabil. Tekið var jákvætt í þá beiðni. Það hefur ávallt verið markmið KF að leiti úrvalsdeildarfélög eftir liðsinni okkar leikmanna, þá er litið á það sem spennandi tækifæri fyrir þá og við viljum ekki standa í veginum. KF hefur átt í góðu samstarfi við Þór í sumar og hefur m.a. verið með tvo leikmenn að láni og er vonast til að það samstarf gangi áfram vel. Mikil eftirsjá verður af Ragnari sem bæði leikmaður og þjálfari, enda hefur hann verið okkar markahæsti leikmaður mörg undanfarin ár. KF vill að lokum þakka Ragnari fyrir hansgríðarlega mikla og góða framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta hjá nýju félagi. f.h. meistaraflokks Hlynur Guðmundsson, framkvæmdastjóri KF"
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira