Fótbolti

Messi með snilldartakta í 3-0 sigri Argentínumanna

Lionel Messi sýndi snilldartilþrif í gær þegar Argentína vann Kosta-Ríku, 3-0, i lokaumferð A-riðils á Copa America í gær.
Lionel Messi sýndi snilldartilþrif í gær þegar Argentína vann Kosta-Ríku, 3-0, i lokaumferð A-riðils á Copa America í gær. AFP
Lionel Messi sýndi snilldartilþrif í gær þegar Argentína vann Kosta-Ríku, 3-0, i lokaumferð A-riðils á Copa America í gær. Argentína varð að vinna leikinn til þess að komast upp úr riðlinum en liðið var langt frá sínu besta í fyrstu tveimur leikjunum.

Sergio Aguero skoraði tvívegis fyrir Argentínu, og Angel Di Maria skoraði eitt en Messi var aðalmaðurinn á bak við sóknarleik Argentínu.

Messi lagði upp annað mark leiksins sem Aguero skoraði á 52. mínútu og hann var aftur á ferðinni á 64. mínútu þegar Di Maria skoraði þriðja markið við mikinn fögnuð 57.000 áhorfenda í Corboda.

Argentína gerði 1-1 jafntefli gegn Bólivíu í fyrstu umferðinni og markalaust jafntefli gegn Kólumbíu.

Í kvöld eru tveir leikir í C-riðli. Chile og Perú mætast í fyrri leiknum sem hefst 22.05 og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2. Úrúgvæ og Mexíkó mætast í síðari leik kvöldsins sem hefst 00.35. Mexíkó er án stiga á ekki möguleika á að komast upp úr C-riðlinum en Chile og Perú eru með 4 stig í riðlinum og Úrúgvæ 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×