Fótbolti

Maradona lenti í bílslysi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maradona vakti mikla athygli á hliðarlínunni á HM í Suður-Afríku síðastliðið sumar
Maradona vakti mikla athygli á hliðarlínunni á HM í Suður-Afríku síðastliðið sumar Nordic Photos/Getty
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona slapp með skrekkinn í bílslysi í Buenos Aires í gærkvöldi. Betri helmingur Maradona, Veronica Ojeda, var með honum í bílnum og slapp einnig ómeidd.

Að sögn Guardian lenti bifreið Maradona í árekstri við langferðabíl. Talið var að Maradona hefði slasast illa á hné og Ojeda á mjöðm en yfirmaður á sjúkrahúsinu Hospital de Ezeiza, Oscar Sico, neitar því að ástand þeirra sé slæmt.

„Ástand þeirra er fullkomið,“ sagði Sico við fjölmiðla.

Slysið átti sér stað nokkrum klukkustundum fyrir viðureign Argentínu og Kostaríka í Suður-Ameríkubikarnum í gærkvöldi. Argentína vann 3-0 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

„Þau komu sér sjálf á spítalann og eru í fínu standi. Þeim er frjálst að fara heim,“ sagði Sico.

Tildrög slyssins eru í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×