Fótbolti

Stjórnmálafræðinemi reiknaði Færeyinga upp um styrkleikaflokk

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Rógvi Jacobsen og félagar frá Færeyjum í baráttu við Frakka
Rógvi Jacobsen og félagar frá Færeyjum í baráttu við Frakka Nordic Photos/AFP
Færeyingar gætu farið upp um styrkleikaflokk fyrir dráttinn í undankeppni heimsmeistaramótsins eftir að færeyskur nemandi í meistaranámi benti á mistök við útreikning á styrkleikalista FIFA.

Eins og kunnugt er fóru Færeyingar í fyrsta sinn upp fyrir Ísland þegar síðasti styrkleikalisti FIFA var gefinn út í lok júní. Þeir stukku upp um 22 sæti og eru númer 114, átta sætum fyrir ofan Ísland með jafnmörg stig og Wales.

Jákup Emil Hansen færeyskur meistaranemi stjórnmálafræði lét færeyska knattspyrnusambandið vita þegar hann komst að því að Walesverjar voru ranglega hafðir fyrir ofan Færeyjar á listanum.

Samkvæmt hans útreikningum eru Færeyingar með 0.07 stigum meira en Wales eftir sigur á Eistlandi í undankeppni Evrópumótsins í júní.

Færeyska sambandið sendi athugasemd til FIFA sem leiðrétti listann og færði Færeyinga upp fyrir Wales. Næsti styrkleikalista FIFA verður gefinn út 27. júlí og mun ráða til um styrkleikaflokka þegar dregið verður í undankeppni HM tveimur dögum síðar.

Þessi uppgötvun Hansens leiddi til þess að eins og listinn lítur út í dag yrðu færu Færeyinga upp í næst neðsta styrkleikaflokk en Walesverjar yrðu ásamt Íslendingum og fleiri þjóðum í þeim neðsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×