Innlent

Jökulhlaup undan Vatnajökli

Vatnajökull. Jökulhlaup er hafið undan Köldukvíslarjökli, sem er í vestanverðum Vatnajökli.
Vatnajökull. Jökulhlaup er hafið undan Köldukvíslarjökli, sem er í vestanverðum Vatnajökli. Mynd úr safni
Jökulhlaup virðist vera hafið undan Köldukvíslarjökli, sem er í vestanverðum Vatnajökli. Vatnsborð í Hágöngulóni hækkaði um 70 sentimetra í nótt og morgun, að sögn Hjörleifs Sveinbjörnssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Órói mældist með hléum í jarðskjálftamælum allt frá því klukkan sjö í gærmorgun fram yfir miðnætti. Hjörleifur segir að síðan hafi dregið úr óróanum. „Þetta er mjög svipað og eins og var í Mýrdalsjökli um síðustu viku."

Hjörleifur á von á því að fari hlaupið úr Hágöngulóni fari það fyrst niður um Köldukvísl og þaðan í Þórisvatn sem sé býsna stórt og ætti að geta tekið við vatninu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.