Fótbolti

Bandaríkin komin í úrslit á HM kvenna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wambach stangar hér boltann í netið og kemur bandaríska liðinu í 2-1.
Wambach stangar hér boltann í netið og kemur bandaríska liðinu í 2-1.
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit á HM kvenna eftir 3-1 sigur á Frökkum í undanúrslitaleik í dag.

Lauren Cheney kom bandaríska liðinu yfir á 8. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Sonia Bompastor jafnaði aftur á móti metin á 55. mínútu og setti mikla spennu í leikinn.

Undir lokin var bandaríska liðið mun sterkara. Abby Wambach kom liðinu í 2-1 á 78. mínútu og Alex Morgan gulltryggði sigurinn þrem mínútum síðar.

Bandarikin mæta Japan eða Svíþjóð í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×