Fótbolti

Shevchenko bjargar stuðningsmanni frá öryggisverði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Shevchenko faðmar stuðningsmanninn.
Shevchenko faðmar stuðningsmanninn.
Framherjinn Andriy Shevchenko er goðsögn hjá stuðningsmönnum Dynamo Kiev. Framkoma hans eftir leik gegn Metalist verður ekki til þess að draga úr aðdáun stuðningsmannanna á honum.

Þá hljóp ungur maður inn á völlinn til þess að fagna með Shevchenko sem var til í að gefa honum treyju sína.

Sheva stöðvaði öryggisvörðinn sem ætlaði að bera manninn af velli, gaf honum síðan treyjuna sína áður en hann faðmaði hann. Magnað.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×