Fótbolti

Japan mætir Bandaríkjunum í úrslitaleik HM kvenna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Japönsku stelpurnar fagna í kvöld.
Japönsku stelpurnar fagna í kvöld.
Það verða Japan og Bandaríkin sem mætast í úrslitaleik HM kvenna. Það varð ljóst í kvöld er Japan lagði Svíþjóð, 3-1, í seinni undanúrslitaleik dagsins.

Josefine Öqvist kom Svíum yfir 9. mínútu en það reyndist skammgóður vermir því Nahomi Kawasumi jafnaði leikinn tíu mínútum síðar.

Í síðari hálfleik tók Japan völdin og Homare Sawa kom liðinu yfir á 58. mínútu. Kawasumi skoraði svp glæsilegt mark á 63. mínútu er hún vippaði yfir markvörð Svía sem hafði brugðið sér úr markinu.

Fleiri urðu mörkin ekki og hið skemmtilega lið Japans komið í sjálfan úrslitaleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×