Erlent

FBI rannsakar Murdoch og hleranir í Bandaríkjunum

Enn þrengir að Robert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans.
Enn þrengir að Robert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans. Mynd/AP
Enn þrengir að Robert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans því bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú hvort fjölmiðlar í hans eigu hafi brotið gegn fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Murdoch er afar eignamikill og á meðal annars fjölmarga fjölmiðla auk hótel- og verslunarkeðja víðs vegar um heiminn. Í síðustu viku hætti útgáfufélags hans útgáfu á breska blaðinu News of the World eftir að upplýst var að blaðið braust inn í síma þúsunda Breta, þar á meðal fórnarlama hryðjuverkaárásanna í London 2005 og stjórnmálamanna á borð við Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra.

Nú hefur bandaríska alríkislögreglan, FIB, hafið rannsókn að kröfu þingmanns repúblíkana um hvort að bandarískir fjölmiðlar í eigu Murdochs hafi brotist inn í talhólf eða hlerað síma fórnarlamba hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 2001 sem og ættingja fórnarlambanna.

Murdoch hefur ekki tjáð sig um rannsókn FIB en hann kemur fyrir breska þingnefnd eftir helgi þar sem hann mun svara spurningum þingmanna um brot fjölmiðla hans gegn breskum þegnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×