Fótbolti

Perú í undanúrslit eftir sigur á Kólumbíu í framlengdum leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Juan Manuel Vargas fagnar hér marki sínu í kvöld.
Juan Manuel Vargas fagnar hér marki sínu í kvöld. Mynd. AFP
Perú  komst í kvöld í undanúrslit Suður-Ameríku bikarsins með 2-0 sigri á gegn Kólumbíu, en jafnt var á með liðunum eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar.

Falcoa, leikmaður kólumbíska landsliðsins, misnotaði vítaspyrnu á 65. mínútu, en hann skaut framhjá.

Perú gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í framlengingunni og gerði þar með útum vonir Kólumbíu um að komast í undanúrslit.

Carlos Lobatón skoraði fyrsta mark leiksins þegar um tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik framlengingarinnar. Það var síðan Juan Manuel Vargas sem gerði útum leikinn eftir um fimm mínútna leik í síðari hálfleik framlengingarinnar.

Frábær úrslit fyrir Perú en þeir rétt komust í 8-liða úrslitin sem liðið með besta árangur í þriðja sæti riðlakeppninnar. Kólumbía sigraði aftur á móti sinn riðil og því koma þessi úrslita á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×