Fótbolti

Beckham útskýrir nafnið Harper Seven - nýir skór

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það eru ekki allir sem komast upp með það að klæðast bleikum knattspyrnuskóm.
Það eru ekki allir sem komast upp með það að klæðast bleikum knattspyrnuskóm.
Það hefur ekki farið framhjá neinum að Beckham-hjónin David og Victoria eignuðust dóttur fyrir skömmu. Snótin hlaut nafnið Harper Seven og hafa verið uppi getgátur um tilurð nafnsins.

Í nýlegu viðtali útskýrir David Beckham ástæðuna fyrir nafninu. Harper sé gamalt enskt nafn sem þau séu mjög hrifin af. Þá sé Victoria mikill aðdáandi bókarinnar „To kill a mockingbird" en höfundur hennar er Harper Lee.

Knattspyrnukempan útskýrir Seven nafnið með dæmum á borð við „sjö undur veraldar", „sjö litir regnbogans" og talan sé lukkutala í mörgum samfélögum heimsins.

„Við elskum nafnið. Við elskum Harper Seven," segir David Beckham.

Þá hafa náðst myndir af nýjum skóm Beckham. Á skóna eru rituð nöfn barnanna fjögurra í aldursröð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×