Fótbolti

Kári orðinn leikmaður Aberdeen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Kári Árnason er genginn í raðir skoska liðsins Aberdeen en hann kemur til félagsins frá enska liðinu Plymouth. Hann var rekinn frá Plymouth fyrir að vilja fá útborgað.

Kári fór í læknisskoðun hjá félaginu í gær og skrifaði í kjölfarið undir samning við skoska liðið. Þetta kemur fram á BBC.

Kári hefur spilað 17 landsleiki fyrir Ísland. Hann fór einnig á reynslu hjá Hearts.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×