Fótbolti

Þjálfari Brasilíu heldur starfi sínu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar og félagar ollu vonbrigðum.
Neymar og félagar ollu vonbrigðum.
Þó svo brasilíska landsliðið hafi aðeins komist í átta liða úrslit á Copa America þá er staða þjálfarans, Mano Menezes, örugg.

Brassarnir féllu úr leik gegn Paragvæ á ótrúlegan hátt er liðið klúðraði fjórum vítaspyrnum í vítakeppni.

Brasilíska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar mótsins þar sem það segist standa þétt við bak þjálfarans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×