Fótbolti

Blaðamannafundur Eiðs Smára í Aþenu í beinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður sést hér á veitingastað í Aþenu í gær.
Eiður sést hér á veitingastað í Aþenu í gær. mynd/aek365.gr
Eiður Smári Guðjohnsen verður kynntur til leiks sem nýr leikmaður AEK Aþenu innan skamms. Mikill áhugi er hjá grískum fjölmiðlum fyrir komu Eiðs Smára og er meðal annars hægt að fylgjast með blaðamannafundinum beint á netinu.

Til þess að fylgjast með blaðamannafundi Eiðs Smára þarf að smella hér.

Fundurinn er hafinn en honum seinkaði um rúmlega 40 mínútur þar sem Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs, festist í umferð.

Eiður mun leika í treyju númer 22 hjá AEK.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×