Fótbolti

Ajax og AZ komast að samkomulagi um kaupverð á Kolbeini

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn í leik með AZ.
Kolbeinn í leik með AZ.
Samkvæmt hollenska dagblaðinu De Telegraaf hafa AZ Alkmaar og Ajax komist að samkomulagi um kaupverð á landsliðsmanninum Kolbeini Sigþórssýni.

Það er sagt vera 4 milljónir evra eða 665 milljónir íslenskra króna.

Það er því fátt sem getur komið í veg fyrir að Kolbeinn verði fyrsti Íslendingurinn til þess að spila með stórliði Ajax.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×