Fótbolti

Svíþjóð og Bandaríkin komin áfram á HM kvenna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sænsku stelpurnar fagna í dag.
Sænsku stelpurnar fagna í dag.
Tveir leikir fóru fram á HM kvenna í dag og voru þeir báðir í C-riðli. Svíþjóð lagði Norður-Kóreu en Bandaríkin unni Kólmbíu.

Lisa Dahlkvist skoraði eina mark leiksins gegn Norður Kóreu. Heather O´Reilly, Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu mörk Bandaríkjamanna í 3-0 sigri.

Svíþjóð og Bandaríkin eru því komin áfram í átta liða úrslit þó svo einn leikur sé eftir af riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×