Innlent

Himinlifandi að vera eini ráðherrann fyrir landsdómi

Geir Haarde
Geir Haarde
Geir H. Haarde segist vera himinlifandi yfir því að aðrir ráðherrar hafi ekki einnig verið dregnir fyrir landsdóm. Þetta kemur fram í viðtali sem Geir veitti AFP fréttaveitunni. Hann kveðst jafnframt hafa komið í veg fyrir að ekki fór eins fyrir Íslandi og Grikklandi.

Í viðtalinu segist Geir hafa bjargað efnahag Íslands og komið í veg fyrir að Íslendingar væru nú í sömu sporum og Grikkir og Írar. Hefði ríkisstjórn hans gripið til annarra aðgerða í október 2008 hefði hrunið orðið mun víðtækara og alvarlegra.

Í viðtalinu fer hann hörðum orðum um landsdómsmálið og segir það pólitískan farsa sem stjórnað sé af gömlum pólítískum andstæðingum sínum. Hann fagnar því hins vegar að vera eini ráðherrann sem var ákærður, hann óski kollegum sínum ekki að vera dregnir inn í þetta mál.

Geir bendir jafnframt á að í ákæruskjalinu sé því haldið fram að hann hafi ekki gert nóg í aðdraganda hrunsins, hins vegar segi ekki um hvað hann hefði getað gert og hverju það hefði bjargað

Geir bendir að lokum á að bankar hafi fallið um allan heim og spyr af hverju enginn annar þjóðhöfðingi hafi verið dreginn fyrir sambærilegan rétt. Hann segir svarið vera að engum detti til hugar að fjármálakreppan hafi verið einstökum stjórnmálamönnum að kenna.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×