Fótbolti

Messi fær á sig mikla gagnrýni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lionel Messi í leiknum gegn Bólivíu. Mynd. / AFPþ
Lionel Messi í leiknum gegn Bólivíu. Mynd. / AFPþ
Lionel Messi, leikmaður argentínska landsliðsins, fær heldur betur að heyra það í fjölmiðlum ytra fyrir frammistöðu sína í opnunarleik mótsins þegar Argentína rétt svo náði að bjarga jafnteflinu gegn Bólivíu á föstudagskvöld.

„Draumurinn að sjá Tevez og Messi saman í framlínunni endaði með martröð og mörgum ósvöruðum spurningum fyrir þjálfarann, Sergia Batista,“ segir í Argentínskum fjölmiðlum eftir leikinn.

Það heyrðist greinilega þegar nöfn leikmannanna voru tilkynnt á leikvanginum að áhorfendur voru mun hrifnari af Carlos Tevez heldur en Linonel Messi en sá síðarnefndi fær oft mikla gagnrýni frá aðdáendum með frammistöðu sína fyrir landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×